Septemberfréttir

Skólastarf Grímseyjarskóla fer vel af stað þetta haustið. Þrír nemendur eru í grunnskóladeild og tveir í leikskóladeild. Það er fámennt en góðmennt hjá okkur og andinn eftir því. September einkennist af hefðbundnu skólastarfi; vinnustundum, samfélagsfræði, listgreinum og íþróttum.

Í október er stefnan hins vegar tekin á að heimsækja vini okkar í Hríseyjarskóla þar sem við höldum sameiginlega Sudbury viku, en Sudbury er bresk skólastefna þar sem nemendur ráða námi sínu sjálfir að miklu leiti.

Comments are closed.