Archive for október 9, 2018

Október og nýjar (gamlar) myndir!

Þá er kominn október og opinberlega haust. Haustönnin að verða hálfnuð og aðeins tvær vikur í að við kíkjum í heimsókn til vina okkar í Hríseyjarskóla í þriðja skiptið.

Við erum að vinna í því að setja myndir inn á síðuna, hvoru tveggja nýgamlar og eldgamlar. Inni í flipanum Gamlar myndir sem er að finna undir flipanum Skólastarf eru komnir inn nokkrir hlekkir á Google albúm og munu halda áfram að bætast við hlekkir. Stefnan er svo að búa til annan flipa á síðunni fyrir nýrri myndir.

Fyrir ykkur sem viljið stytta ykkur leið er hér hlekkur: Gamlar myndir

Njótið!